Hefja leik á Spáni 8. júní

Lionel Messi og félagar í Barcelona eru á toppi spænsku …
Lionel Messi og félagar í Barcelona eru á toppi spænsku deildarinnar. AFP

Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti í dag að efstu deildir í knattspyrnu þar í landi geti hafist á ný 8. júní. Frá þessu er greint á Football-Espana og á fleiri spænsku miðlum.

Sánchez fór yfir sviðið og næstu skref og leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda á Spáni á blaðamannafundi sem haldinn var í dag.

Vegna kórónuveirunnar hefur engin knattspyrna verið leikin á Spáni frá því í mars.

Nú um stundir æfa félög í efstu deildum á Spáni í 10 manna hópum en æfingar hófust í byrjun maí.

mbl.is