Með fullt hús eftir stórsigur

Sonni Ragnar Nattestad í leik með Fylki.
Sonni Ragnar Nattestad í leik með Fylki. mbl.is/Eggert

B36 frá Þórshöfn er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í færeysku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 6:2-stórsigur á Skála á heimavelli í dag. Skoraði Pólverjinn Mihcal Przybylski tvö marka B36. 

Færeyski landsliðsmaðurinn Sonni Ragnar Nattestad spilaði fyrstu 65 mínúturnar með B36 en hann lék með Fylki og FH á sínum tíma. 

Meistararnir í KÍ frá Klakksvík höfðu betur gegn ÍF frá Fuglafirði á útivelli, 4:1. Jóannes Bjartalíð skoraði tvö marka KÍ og hefur hann skorað fjögur mörk í fyrstu þremur umferðunum. 

Þá vann EB/Streymur 2:0-sigur á Tvøroyrar Bóltfelagi. Var um fyrsta sigur EB/Streyms á leiktíðinni að ræða en TB er enn án stiga, eins og Skála. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert