„Sara er óstöðvandi“

Pernille Harder.
Pernille Harder. AFP

Danska landsliðskonan Pernille Harder fer fögrum orðum um landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur á Twitter í dag. Sara var í viðtali við FIFA í gær og Harder vitnaði í viðtalið og hrósaði íslenska miðjumanninum. 

„Ég hef notið þess að hafa Söru sem liðsfélaga í rúm þrjú ár. Hún er ekki bara liðsfélagi lengur heldur vinkona að eilífu. Hún veitir innblástur og já, hún er óstöðvandi,“ skrifaði Harder á Twitter. 

Harder er einn besti framherjinn í Evrópu og hefur skorað 63 mörk í 69 leikjum með Wolfsburg og 61 mark í 118 landsleikjum með Danmörku. Þá skoraði hún 70 mörk í 87 leikjum með Linköping í Svíþjóð áður en hún hélt til Þýskalands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert