Skoraði ótrúlegt mark gegn Ragnari og félögum (myndskeið)

Styttist í að leikar hefjist á ný í Danmörku.
Styttist í að leikar hefjist á ný í Danmörku. AFP

Dönsk knattspyrnulið eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir það að hefja leik á ný 28. maí eftir að deildin var stöðvuð vegna kórónuveirunnar.

Í gær mættust OB og Ragnar Sigurðsson og félagar FC København í æfingaleik. Lokatölur urðu 2:2 en fertugur aðstoðarþjálfari OB skoraði glæsilegt mark skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Jafnaði hann metin á 86. mínútu eftir mistök frá markverði Kaupmannahafnarliðsins sem náði ekki að hreinsa boltann fram og náði Hansen til boltans á undan Ragnari.

Hansen nýtti augljóslega alla sína reynslu í afgreiðslunni, eins og sjá má hér.

40 year old assistant manager of Odense Boldklub just subbed on against FC Copenhagen and did this from r/soccer

mbl.is