Skoraði fjögur mörk á þrettán mínútum

Heimir Guðjónsson stýrði liði HB í efstu deild Færeyja síðustu …
Heimir Guðjónsson stýrði liði HB í efstu deild Færeyja síðustu tvö tímabil. Ljósmynd/HB

Fyrrverandi lærisveinn Heimis Guðjónssonar í HB í Færeyjum gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk á 13 mínútum í efstu deild þar í landi í dag. HB burstaði lið Argja 5:0 á útivelli en öll mörkin komu snemma í fyrri hálfleik.

Adrian Justinussen er nú búinn að skora í öllum þremur leikjum HB á tímabilinu og samtals kominn með sjö mörk. Hann skoraði svo fjögur mörk í dag en fyrstu þrjú voru öll beint úr aukaspyrnu. Hann skoraði á 8. og 12. mínútu í dag eftir að hafa lagt upp fyrsta mark leiksins á liðsfélaga sinn, með aukaspyrnu. Hann bætti svo við tveimur mörkum á 17. og 21. mínútu en þar á milli fékk liðsfélagi hans rautt spjald.

Justinussen er aðeins 21 árs gamall en engu að síður búinn að skora 45 deildarmörk í 112 leikjum í Færeyjum. Heimir Guðjónsson stýrði liði HB síðustu tvær leiktíðir og gerði liðið að bæði deildar- og bikarmeisturum og var Justinussen meðal markahæstu manna bæði árin en hann skoraði 36 mörk undir stjórn Heimis. Þá var hann á meðal markaskorara í bikarúrslitaleik HB og Víking á síðasta ári en Brynjar Hlöðversson spilaði einnig í þeim leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert