Nýstárleg vinnubrögð í boltanum

Skoska knattspyrnufélagið Livingston virðist ætla að láta framtíð markvarðarins Gary Maley í hendur stuðningsmanna liðsins og notar til þess samfélagsmiðla. 

Eins og sjá má í meðfylgjandi Twitterfærslu frá félaginu þá er þar sett upp rafræn atkvæðagreiðsla fyrir almenning en er hugsuð fyrir stuðningsmenn liðsins. Þar er hægt að greiða atkvæði um það hvort Maley fái nýjan samning eða ekki. 

Maley er 38 ára gamall en Livingston er í efstu deild í Skotlandi og var í 5. sæti þegar hlé var gert á knattspyrnuiðkun í vetur. Tæp fjögur ár eru síðan hann gekk í raðir félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert