Hræðist ekki stjörnur Bayern

Erling Haaland.
Erling Haaland. AFP

Norðmaðurinn Erling Haaland er ekki smeykur fyrir leik Dortmund og Bayern München en liðin mætast í toppslag þýsku efstu deildarinnar í dag.

Þegar sjö um­ferðum er ólokið er Bayern með fjög­urra stiga for­skot á Dort­mund og með sigri Bæj­ara myndu sjö stig skilja liðin að. Dort­mund myndi hins veg­ar hleypa gríðarlegri spennu í bar­átt­una með sigri.

„Pressan angrar mig ekki, þetta eru leikirnir sem ég vil spila,“ sagði Haaland í viðtali sem birtist á heimasíðu Dortmund. Norðmaðurinn kom til þýska félagsins í janúar og hefur skorað tíu mörk í jafnmörgum deildarleikjum en hann er einn öflugasti framherji Evrópu um þessar mundir.

„Hjá Bayern eru leikmenn sem hafa orðið heimsmeistarar en við eigum slíka leikmenn innanborðs líka,“ bætti sá norski við og vísaði þar til Mats Hummels og Mario Götze sem urðu heimsmeistarar með Þjóðverjum 2016.

mbl.is