Íhugar oft að hætta vegna meiðsla

Douglas Costa.
Douglas Costa. AFP

Knattspyrnumaðurinn Douglas Costa sem spilar með ítalska stórliðinu Juventus og brasilíska landsliðinu íhugar reglulega að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla.

Costa missti af 17 leikjum á þessari leiktíð einni og sér áður en hlé var gert á öllu mótahaldi vegna kórónuveirufaraldursins en hann hefur meiðst ótrúlega oft á hné. „Ég hugsa oft með mér hvort ég geti haldið áfram,“ sagði Costa í viðtali við The Players' Tribune.

„Það er eins og ég meiðist í hvert skipti sem ég fer út á völlinn. En svo sé ég leik í sjónvarpinu og sakna þess að spila, þetta er ástríðan mín. Ég grínast stundum með að ég hafi farið í fleiri röntgenmyndatökur en ég hef spilað leiki.“

Costa er 29 ára gamall en hann hefur verið hjá Juventus síðan 2017. Þá hefur hann spilað 12 landsleiki fyrir Brasilíu síðan 2009.

mbl.is