Fyrstu leikir á Spáni dagsettir

Leikmenn Real Madríd á æfingu. Nú geta þeir brátt farið …
Leikmenn Real Madríd á æfingu. Nú geta þeir brátt farið að spila aftur. AFP

Forseti spænsku knattspyrnudeildarinnar hefur staðfest að keppnin hefst aftur 11. júní næstkomandi eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirunnar. Yfirvöld höfðu áður gefið grænt ljós á að deildin myndi byrja eftir 8. júní.

Knatt­spyrn­unni á Spáni var frestað um óákveðinn tíma frá og með 12. mars vegna út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar og vegna þess hve illa hún hef­ur leikið landið á und­an­förn­um vik­um var mik­il óvissa um hvenær hægt yrði að hefja keppni á ný.

Pedro Sánchez for­sæt­is­ráðherra Spán­ar til­kynnti hins veg­ar um helg­ina að fót­bolt­inn í land­inu mætti fara af stað frá og með 8. júní, rétt eins og margs kon­ar önn­ur starf­semi á Spáni. Þá hefur forseti deildarinnar, Javier Tebas, staðfest að boltinn byrjar að rúlla þremur dögum síðar en keppni mun ljúka 12. september.

„Við höfum undirbúið þetta vel og það mikilvæga er að við munum klára þessa keppni,“ er haft eftir Tebas í spænska fjölmiðlinum Marca. Hann hefur áður sagst vilja hefja keppnina á nágrannaslag Real Betis og Sevilla.

Sevilla er í þriðja sæti 1. deild­ar­inn­ar, La Liga, á eft­ir Barcelona og Real Madrid, en grannliðið Real Bet­is er í tólfta sæti af tutt­ugu liðum í deild­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert