Heimsmethafinn fótbrotnaði

Heimir Guðjónsson stýrði liði HB síðustu tvö ár.
Heimir Guðjónsson stýrði liði HB síðustu tvö ár.

Færeyski knattspyrnumaðurinn Adrian Justinussen, sem vann það ótrúlega afrek um síðustu helgi að setja heimsmet er hann skoraði þrennu úr aukaspyrnum á átta mínútum, varð fyrir áfalli í gær en hann fótbrotnaði í leik HB og Viking í efstu deildinni.

HB vann leikinn 3:0 og er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í deildinni. Liðið þarf þó að vera án markaskorarans knáa næstu vikurnar samkvæmt frétt KVF sem segir aukaspyrnusérfræðinginn hafa farið sárkvalinn af velli í gærkvöldi.

Just­in­us­sen er aðeins 21 árs gam­all en engu að síður bú­inn að skora 45 deild­ar­mörk í 112 leikj­um í Fær­eyj­um. Heim­ir Guðjóns­son stýrði liði HB síðustu tvær leiktíðir og gerði liðið að bæði deild­ar- og bikar­meist­ur­um og var Just­in­us­sen meðal marka­hæstu manna bæði árin en hann skoraði 36 mörk und­ir stjórn Heim­is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert