Missa toppsætið eftir brot á reglum

LASK mætti Manchester United í Evrópudeildinni í mars.
LASK mætti Manchester United í Evrópudeildinni í mars. AFP

Sex stig hafa verið dregin af LASK Linz, liðinu sem vermdi toppsæti austurrísku 1. deildarinnar í fótbolta þegar tímabilinu var frestað vegna kórónuveirunnar, vegna brota á æfingareglum sem settar voru á vegna veirunnar. 

Lið máttu æfa í litlum hópum í byrjun maí, en leikmenn Linz æfðu saman án takmarka löngu áður en leyfilegt var og náðist brotið á myndband. Þyngsta refsing hefði verið að dæma liðið niður um deild, en forráðamenn austurrísku deildarinnar töldu stigarefsingu og sekt upp á 75 þúsund evrur næga.

Var LASK með þriggja stiga forskot á Salzburg á toppi deildarinnar þegar henni var frestað en er nú með 21 stig í öðru sæti, þremur stigum á eftir Salzburgarliðinu. 

Deildin í Austurríki hefst á ný í byrjun júní og er fyrsti leikur LASK gegn Harberg á heimavelli þann 3. júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert