Gæti verið dæmdur í sex mánaða fangelsi

Diego Costa er mættur aftur til æfinga hjá Atlético Madríd.
Diego Costa er mættur aftur til æfinga hjá Atlético Madríd. AFP

Knattspyrnumaðurinn Diego Costa gæti átt yfir höfði sér hálfs árs fangelsi fyrir skattsvik. Samkvæmt ákæru á Costa að hafa svikið meira en milljón evra undan skatti þegar hann gaf ekki upp 5,15 milljónir evra sem hann þénaði þegar hann fór til Chelsea árið 2014. 

Þá gaf hann ekki upp eina milljón evra sem hann fékk vegna auglýsingasamnings. Snéri Costa aftur til Atlético frá Chelsea fyrir þremur árum. 

Saksóknarar í Madríd hafa krafist þess að Costa verði dæmdur í sex mánaða fangelsi og borgi rúma hálfa milljón evra í sekt. Gæti Costa þó losnað við fangelsisvist, þótt hann verði dæmdur sekur, með því að greiða rúmlega 36 þúsund evrur í sekt. 

mbl.is