Geta æft án takmarkana eftir helgi

Leikmenn Barcelona á æfingu.
Leikmenn Barcelona á æfingu. AFP

Knattspyrnufélögin í efstu tveimur deildunum á Spáni mega byrja að æfa án takmarkana frá og með mánudeginum og í fyrsta sinn síðan samkomubann var sett á vegna kórónuveirufaraldursins í mars.

Hingað til hafa fé­lög­in getað æft undanfarnar vikur með alls kyns tak­mörk­un­um; leik­menn hafa þurft að æfa í litl­um hóp­um og þá hef­ur snert­ing verið lág­mörkuð. Ekkert hefur verið keppt á Spáni síðan 12. mars en stefnt er að því að keppni geti hafist aftur 11. júní með leik Sevilla og Real Betis. Barcelona er á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan Real Madríd en 11 umferðir eru eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert