Hríðfall Schalke heldur áfram

Werder Bremen vann nauman sigur á Schalke.
Werder Bremen vann nauman sigur á Schalke. AFP

Schalke tapaði enn einum leiknum er liðið þurfti að sætta sig við 0:1-tap á heimavelli fyrir Werder Bremen í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Heftur liðið tapað öllum fjórum leikjum sínum síðan deildin fór af stað eftir kórónuveirufrí og aðeins skorað eitt mark. 

Úrslit, leikir og staðan í þýsku 1. deildinni

Leonardo Bittencourt skoraði sigurmark Bremen á 32. mínútu. Þrátt fyrir tapið er Bremen enn í næstneðsta sæti með 25 stig, tveimur stigum frá sæti í umspili um að halda sæti sínu í deildinni. Schalke, sem spilaði vel fyrir áramót, er í tíunda sæti með 37 stig. 

Liðsfélagar Alfreðs töpuðu.
Liðsfélagar Alfreðs töpuðu. AFP

Liðsfélagar Alfreðs Finnbogasonar í Augsburg máttu þola 0:2-tap á útivelli fyrir Hertha Berlin. Javairo Dilrosun og Krzysztof Piatek skoruðu mörk Hertha. Alfreð lék ekki með Augsburg vegna meiðsla. Augsburg er í 14. sæti með 31 stig, fjórum stigum fyrir ofan fallumspil. 

Hoffenheim er í mikilli baráttu um Evrópusæti og liðið hafði betur gegn Mainz á útivelli, 1:0. Skoraði Ihlas Bebou sigurmarkið á 43. mínútu. Þá hafði Frankfurt betur á útivelli gegn Wolfsburg, 2:1. André Silva og Daichi Kamada skoruðu mörk Frankfurt og Kevin Mbabu gerði mark Wolfsburg. 

Staðan í þýsku 1. deildinni.
Staðan í þýsku 1. deildinni. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert