Milos meistari með stórliðinu

Milos Milojevic.
Milos Milojevic. Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson

Mi­los Miloj­evic, fyrr­ver­andi þjálf­ari Vík­ings Reykja­vík­ur og Breiðabliks, varð í gær serbneskur meistari með liði Rauðu stjörnunnar en hann er aðstoðarþjálfari liðsins.

Dejan Stankovic er knattspyrnustjórinn en hann vann m.a. Meistaradeild Evrópu sem leikmaður undir stjórn José Mourinho. Hann tók við aðalliði Rauðu stjörnunnar í fyrra eftir að hafa þjálfað þar hjá yngri flokkum.

Rauða stjarn­an var í riðlakeppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu á þess­ari leiktíð og var í riðli með Totten­ham, Bayern München og Olymp­iacos. liðið er það stærsta í Serbíu og gam­alt stór­veldi sem varð Evr­ópu­meist­ari árið 1991. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert