Bannar tæklingar á æfingum

Claudio Ranieri.
Claudio Ranieri. AFP

Claudio Ranieri, stjóri Sampdoria á Ítalíu, hefur bannað leikmönnum sínum að tækla hver annan á æfingum á meðan hópurinn kemur sér í leikstand aftur eftir rúmlega tveggja mánaða hlé.

Knattspyrnumenn á Ítalíu, sem og víðar, hafa ekkert getað æft saman síðan í mars vegna kórónuveirufaraldursins og nú þegar til stendur að hefja ítölsku deildina aftur í júní hafa margir áhyggjur af líkamlegu standi leikmanna.

Þýska deildin hóf göngu sína á ný fyrir tveimur vikum og hefur meiðslatíðni leikmanna þrefaldast frá því fyrr í vetur. Ranieri, sem gerði Leicester að Englandsmeisturum árim 2016, vill ekki taka neina sénsa og leyfir því ekki tæklingar fyrr en hann telur leikmenn sína vera komna í nægilega gott stand en Sky á Ítalíu segir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert