Stórslys að kaupa Þjóðverjann

Leroy Sane.
Leroy Sane. AFP

Ef marka má fregnir þýskra og enskra fjölmiðla virðist nær öruggt að Leroy Sané, sókn­ar­maður enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Manchester City, muni ganga til liðs við Þýska­lands­meist­ara Bayern München í sum­ar. Ein gömul Bayern-kempa segir sitt gamla félag þó vera að gera hræðileg mistök.

Sané, sem er 24 ára gam­all, hef­ur verið sterk­lega orðaður við end­ur­komu í þýsku Bundeslig­una að und­an­förnu. Hann gekk til liðs við City frá Schal­ke árið 2016 og hef­ur því leikið á Englandi und­an­far­in fjög­ur ár. Sané verður samn­ings­laus sum­arið 2021 en hann hef­ur ekki viljað skrifa und­ir nýj­an samn­ing á Englandi. City þarf því að selja leik­mann­inn í sum­ar ef fé­lagið ætl­ar sér að fá eitt­hvað fyr­ir hann en hann er verðmet­inn á 80 millj­ón­ir evra.

„Hann á ekkert sameiginlegt með Bayern og þeim leikmönnum sem þar eiga að spila,“ sagði Willy Sagnol við RMC. Sagnol var vinstri bakvörður Bayern frá 2000 til 2009 og vann fjölda titla með félaginu.

„Hann hentar félaginu ekki, alls ekki. Hann hefur átt í endalausum vandræðum bæði hjá City og landsliðinu. Þeir eru að tala um 80 milljónir fyrir hann, frekar myndi ég borga auka 20 og kaupa Kai Havertz,“ bætti hann við og vísaði þar í sóknarmanninn unga hjá Leverkusen sem hefur verið frábær í ár.

mbl.is