Dýrt að fá Coutinho lánaðan

Philippe Coutinho á enga framtíð hjá Barcelona.
Philippe Coutinho á enga framtíð hjá Barcelona. AFP

Philippe Coutinho, sóknarmaður knattspyrnuliðs Barcelona á Spáni, er til sölu en hann hefur ekki náð sér á strik með félaginu frá því hann kom frá Liverpool í janúar 2018 fyrir 105 milljónir punda. Coutinho var lánaður til Bayern München í Þýskalandi fyrir þetta tímabil þar sem hann hefur staðið sig ágætlega.

Forráðamenn þýska félagsins hafa hins vegar ekki áhuga á því að kaupa leikmanninn sem kostar í kringum 70 milljónir punda í dag. Börsungar vilja losna við marga leikmenn í sumar, meðal annars til þess að eiga möguleika á því að fá nýja leikmenn inn, og einnig til þess að draga saman seglin þar sem efnahagsáhrif kórónuveirufaraldursins hafa gert félaginu erfitt fyrir.

Coutinho er eftirsóttur af liðum á Englandi en vegna kórónuveirufaraldursins gæti það reynst mörgum félögum erfitt að kaupa brasilíska landsliðsmanninn. Mundo Deportivo greinir frá því að Barcelona sé tilbúið að lána hann fyrir 9 milljónir punda, en það samsvarar rúmlega 1,5 milljörðum íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert