Íhugar að snúa aftur sem þjálfari

Bastian Schweinsteiger lagði skóna á hilluna á síðasta ári.
Bastian Schweinsteiger lagði skóna á hilluna á síðasta ári. AFP

Sebastian Schweinsteiger, fyrrverandi leikmaður knattspyrnufélaganna Bayern München og Manchester United, lagði skóna á hilluna á síðasta ári eftir afar farsælan feril í Þýskalandi, á Englandi og í Bandaríkjunum. Hann er 35 ára gamall í dag en hann lauk ferlinum hjá Chicago Fire í bandarísku MLS-deildinni.

Hann varð átta sinnum Þýskalandsmeistari með Bayern München, sjö sinnum bikarmeistari, einu sinni Evrópumeistari og bikarmeistari með Manchester United. Þá varð hann heimsmeistari með Þýskalandi árið 2014 í Brasilíu. „Ef eitthvað spennandi býðst á rétta augnablikinu þá væri það mjög freistandi,“ sagði leikmaðurinn fyrrverandi í samtali við Fankfurter Allgemeine Sonntagszeitung.

„Þegar og ef ég ákveð að gera eitthvað varðandi þjálfaraferil minn þá verður það hjá félagi sem getur barist um titla og unnið eitthvað. Það hentar mér vel að starfa sem sparkspekingur í dag og ég nýt þess. Mér finnst gaman að vinna í kringum fótboltann enda hefur hann alla tíð verið mjög stór hluti af mínu lífi,“ bætti þýski miðjumaðurinn fyrrverandi við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert