Íslendingar mættust í Árósum

Jón Dagur Þorsteinsson hafði betur gegn Aroni Elís Þrándarsyni í …
Jón Dagur Þorsteinsson hafði betur gegn Aroni Elís Þrándarsyni í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

AGF frá Árósum hafði betur á heimavelli gegn OB frá Óðinsvéum, 1:0, er liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tveir Íslendingar komu við sögu í leiknum. 

Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 69 mínúturnar með AGF, en hann fékk gult spjald eftir aðeins 15 mínútur. Aron Elís Þrándarson lék fyrstu 86 mínúturnar með OB. AGF er í þriðja sæti deildarinnar með 44 stig og OB í tíunda sæti með 30 stig. 

Fyrr í dag hafði FC Kaupmannahöfn betur gegn Lyngby á útivelli, 4:1. Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi FCK og Frederik Schram var allan tímann á varamannabekk Lyngby. 

Þá spilaði Mikael Anderson fyrstu 58 mínúturnar með Midtjylland er liðið tapaði á heimavelli fyrir Horsens, 0:1. Þrátt fyrir tapið er Midtjylland í toppsætinu með 62 stig, níu stigum á undan FCK. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert