Verður ekki refsað

Jadon Sancho með skilaboðin.
Jadon Sancho með skilaboðin. AFP

Þeim fjórum knattspyrnumönnum sem minntust George Floyd í leikjum í þýsku efstu deildinni í knattspyrnu um helgina verður ekki refsað en þýska knattspyrnusambandið hefur staðfest þetta.

Í gær var sagt frá því að sambandið væri að skoða mál fjórmenninganna sem minntust Floyd með tákn­ræn­um hætti en hann var drep­inn af lög­reglu­manni sem kraup á hálsi hans og þrengdi þannig að önd­un­ar­vegi hans þangað til hann kafnaði. Mikl­ar óeirðir hafa verið í Banda­ríkj­un­um und­an­farna daga vegna at­b­urðar­ins þar sem fólk mót­mæl­ir ít­rekuðum dráp­um á svörtu fólki. 

West­on Mc­Kennie, sem spil­ar fyr­ir Schal­ke, Marcus Thur­am, Borussia Mönchengla­dbach, Jadon Sancho og Achraf Hakimi sem spila með Dort­mund. Mc­Kennie spilaði leik Schal­ke með arm­band sem á stóð „rétt­læti fyr­ir Geor­ge“ og þeir Sancho og Hakimi voru í stutterma­bol­um inn­anund­ir keppn­istreyj­unni með sömu skila­boðum. Þá kraup Thur­am á hné eft­ir að hann skoraði í sigri Gla­dbach á Uni­on Berlín.

Þó þeir hafi mögulega strangt til tekið brotið reglur er varða að koma pólitískum skilaboðum áleiðis í knattspyrnuleik, mun sambandið ekki aðhafast frekar í málinu. IFA hef­ur einnig gefið út til­kynn­ingu og biðlað til allra sér­sam­banda um að sýna nær­gætni í svona mál­um, jafn­vel þó regl­urn­ar segi að at­hafn­irn­ar séu strangt til tekið bannaðar. Seg­ir að móts­hald­ar­ar verði að „skoða heild­ar­sam­hengið“ áður en þeir taka ákvörðun um að refsa leik­mönn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert