Of auðvelt að birta bara svarta mynd

Kevin-Prince Boateng
Kevin-Prince Boateng AFP

„Það er ekki nóg að fólk birti bara svarta mynd, það er of auðvelt,“ sagði knattspyrnukempan Kevin-Prince Boateng um það uppátæki fólks að birta svarta mynd á samfélagsmiðlum til að sýna mótmælunum í Bandaríkjunum stuðning.

Hörð mót­mæli hafa brot­ist út víða á síðustu dög­um í kjöl­far dauða Geor­ge Floyd. Boateng hefur sjálfur staðið í baráttu gegn rasisma í mörg ár og gekk m.a. af velli og neitaði að spila í leik með AC Milan á Ítalíu árið 2013 eftir að hafa orðið fyrir barðinu á fordómum stuðningsmanna.

„Af hverju eruð þið ekki að tjá ykkur? Af hverju segiði ekki eitthvað? Svört mynd er alltof auðveld leið,“ sagði Boateng í viðtali við sky Sports. Hann var síðast á láni hjá Besiktas í Tyrklandi en hefur á ferlinum spilað með liðum eins og Tottenham, Dortmund, AC Milan og Barcelona.

mbl.is