Hólmari tókst ekki að stöðva sigurgönguna

Hólmar Örn Eyjólfsson
Hólmar Örn Eyjólfsson Ljósmynd/Levski

Hólm­ar Örn Eyj­ólfs­son og sam­herj­ar í Levski Sofia urðu að sætta sig við 1:0-tap á heimavelli gegn toppliði Ludogorets í búlgörsku A-deildinni í kvöld en þetta var fyrstu leikur liðsins eftir langt hlé vegna kórónuveirunnar.

Ludogorets er langefst með 58 stig eftir 24 umferðir en liðið hefur ekki enn tapað deildarleik. Hólmar, sem spilaði allan leikinn í vörninni, og félagar í Levski Sofia eru í 4. sæti með 46 stig en liðið hefur unnið 13, gert sjö jafntefli og tapað fimm leikjum.

Félagið er í miklum fjárhagserfiðleikum vegna ástandsins og flúði aðaleigandi félagsins meðal annars land en Hólmar var í skemmtilegu viðtali við Morgunblaðið í síðasta mánuði og ræddi þar ástandið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert