Bayern skrefi nær enn einum titlinum

Bayern München vann í miklum markaleik.
Bayern München vann í miklum markaleik. AFP

Bayern München er skrefi nær áttunda þýska meistaratitlinum í röð eftir 4:2-útisigur á Bayer Leverkusen á útivelli í 30. umferð þýsku 1. deildarinnar í fótbolta í dag. 

Lucas Alario kom Leverkusen yfir á 9. mínútu en Bayern svaraði með þremur mörkum fyrir hlé. Kingsley Coman jafnaði á 27. mínútu, Leon Goretzka kom Bayern í 2:1 á 42. mínútu og Serge Gnabry skoraði þriðja markið á 45. mínútu. 

Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski kom Bayern í 4:1 á 66. mínútu, áður en Florian Wirtz lagaði stöðuna fyrir Leverkusen á 89. mínútu og þar við sat. Bayern er með 70 stig á toppnum, tíu stigum meira en Dortmund sem á leik til góða gegn Hertha Berlín síðar í dag. 

Leipzig og Paderborn skildu jöfn.
Leipzig og Paderborn skildu jöfn. AFP

Mainz vann mikilvægan 2:0-útisigur á Frankfurt, en Mainz er í harðri fallbaráttu. Moussa Niakhaté kom Mainz yfir í fyrri hálfleik og Pierre Kunde bætti við öðru marki á 77. mínútu og þar við sat. 

Leipzig missti af stigum í Evrópubaráttu er liðið gerði 1:1-jafntefli við botnlið Paderborn. Patrik Schick kom Leipzig yfir á 27. mínútu en Dayot Upamecano fékk sitt annað gula spjald á 43. mínútu og lék Leipzig því allan seinni hálfleikinn manni færri. Paderborn nýtti sér það því Christian Strohdiek jafnaði í uppbótartíma. Samúel Kári Friðjónsson lék ekki með Paderborn vegna meiðsla. 

Frá leik Düsseldorf og Hoffenheim.
Frá leik Düsseldorf og Hoffenheim. AFP

Þá gerðu Düsseldorf og Hoffenheim 2:2-jafntefli. Rouwen Hennings kom Düsseldorf yfir á 5. mínútu og vont varð verra hjá Hoffenheim á 9. mínútu er Benjamin Hübner fékk beint rautt spjald. 

Þrátt fyrir það jafnaði Munas Dabbur á 16. mínútu og Steven Zuber kom Hoffenheim yfir á 61. mínútu. Düsseldorf átti hinsvegar lokaorðið því Hennings skoraði sitt annað mark úr víti á 76. mínútu og þar við sat. 

mbl.is