Böðvar enn frá vegna meiðsla

Böðvar Böðvarsson.
Böðvar Böðvarsson. Ljósmynd/Kamil Swirydowicz

Knattspyrnumaðurinn Böðvar Böðvarsson var ekki í leikmannahópi Jagiellonia Bialystok í efstu deild pólsku knattspyrnunnar í dag er liðið gerði 2:2 jafntefli við Wisla Plock.

Böðvar hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu en pólska deildin hófst á nýjan leik um síðustu helgi.

Jagiellonia Bialystok hefur 40 stig í 8. sæti sem er síðasta sætið sem veitir þátttökurétt í umspili í efri hluta deildarinnar.

mbl.is