Danski harðhausinn opnar sig

Thomas Gravesen.
Thomas Gravesen. Reuters

Thomas Gravesen lagði skóna á hilluna 32 ára gamall. Nánar tiltekið í janúarmánuði árið 2009 en þá hafði hann verið án félags í hálft ár.

Gravesen hvarf úr sviðsljósinu um árabil eftir að ferlinum lauk en í ítarlegu viðtali við danska ríkisútvarpið segir harðjaxlinn að hann hafi hætt allt of snemma.

„Þettta er eitt af því sem ég sé mest eftir. Að hafa hætt allt of snemma. En ég var kominn á stað þar sem ég hugsaði með mér að nú væri þetta bara komið gott,” segir Gravesen í viðtalinu.

„Ég flutti líka í burtu af því að ég vissi innra með mér að ég hefði ekki tekið rétta ákvörðun. Það er auðveldara að sitja og horfa á fótbolta í Bandaríkjunum heldur en að fara á Vejle Stadion eða Parken,” segir Gravesen.

Gravesen hóf feril sinn með Vejle Boldklub árið 1995 og fór þaðan til Hamburger SV árið 1997. Þaðan gekk hann í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Everton og lék hann 141 leik og skoraði 11 mörk með bláa liðinu í fimm ár frá 2000-2005. Árið 2005 gekk hann óvænt í raðir Real Madrid og lék 34 leiki og skoraði 1 mark á einu tímabili. Eftir það gekk hann í raðir Celtic árið 2006 með stuttri lánsdvöl hjá Everton 2007-2008.

Thomas Gravesen lék 66 landsleiki fyrir danska landsliðið.
Thomas Gravesen lék 66 landsleiki fyrir danska landsliðið. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert