Fyrirmyndirnar eru til staðar í fjölskyldunni

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á fullri ferð í leik gegn Þór/KA …
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á fullri ferð í leik gegn Þór/KA síðasta sumar. Hún byrjar Íslandsmótið á leik gegn uppeldisfélaginu sínu, FH, en Blikar mæta Hafnarfjarðarliðinu á Kópavogsvelli laugardaginn 13. júní. mbl.is/Arnþór Birkisson

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er af miklum knattspyrnuættum en hún byrjaði að æfa fótbolta fjögurra ára og er í dag í stóru hlutverki í liði Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildinni.

Þessi efnilega knattspyrnukona, sem er uppalin hjá FH í Hafnarfirði og er 18 ára gömul, æfði ballett og fótbolta á sínum yngri árum en ákvað að velja knattspyrnuna að lokum þar sem hún var talsvert efnilegri á því sviði.

Breiðablik ætlar sér stóra hluti í sumar en eftir að hafa unnið tvöfalt, tímabilið 2018, endaði liðið í öðru sæti úrvalsdeildarinnar síðasta sumar og féll úr leik í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar eftir 1:0-tap gegn Fylki í Árbænum.

„Það er gríðarleg spenna fyrir tímabilinu í Kópavogi,“ sagði Karólína Lea í samtali í Morgunblaðinu í dag. „Við erum búnar að vera að æfa eins og brjálæðingar síðan samkomubannið var sett á og við getum í raun ekki beðið eftir því að sýna hvað við virkilega getum í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert