Rekinn eftir rasísk ummæli eiginkonunnar

Aleksandar Katai.
Aleksandar Katai.

Serbneski knattspyrnumaðurinn Aleksandar Katai hefur komist að samkomulagi við LA Galaxy um að yfirgefa félagið eftir að eiginkona hans setti fram rasísk og ofbeldisfull ummæli á samfélagsmiðla að því er fram kemur í frétt BBC og The Guardian.

Tea Katai setti færslurnar í á Instagram story síðastliðinn þriðjudag og voru ummælin fordæmd af forráðamönnum Galaxy sem sem rasísk og ofbeldisfull.

Í færslunum virtist Katai hæðast að mótmælendum í Bandaríkjunum sem hafa síðustu daga mótmælt kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi í landinu í kjölfar andláts Georg Floyds sem lést í haldi lögreglunnar er lögregluþjónn kraup á hálsi hans í lengri tíma.

Katai sagði færslur konu sinnar vera óásættanlegar og bætti því við að hann hefði ekki þessa skoðun sem jafnframt væri ekki umborin innan fjölskyldunnar.

Sagðist hann harma ummælin og taka fulla ábyrgð á þeim.

Katai var tiltölulega nýgenginn í raðir LA Galaxy eftir að hafa leikið með Chicago Fire frá 2018.

View this post on Instagram

A post shared by Aleksandar Katai (@aleksandarkatai) on Jun 3, 2020 at 7:59pm PDT

mbl.is