Enn von fyrir Liverpool?

Timo Werner í leik Leipzig og Paderborn í gær.
Timo Werner í leik Leipzig og Paderborn í gær. AFP

Fréttir af félagsskiptum þýska knattspyrnumannsins Timo Werner til enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea frá Leipzig í Þýskalandi bárust í vikunni. BBC greindi m.a. frá því að félögin hafi samþykkt 54 millj­ón­ir punda kaupverð á framherjanum. 

Er Liverpool eitt þeirra félaga sem lengi hafa fylgst með Werner, en samkvæmt enskum fjölmiðlum er hann á leiðinni til Chelsea. Oliver Mintzlaff, yfirmaður íþróttamála hjá Leipzig, segir hins vegar ekkert samkomulag í höfn. 

„Við höfum ekki samþykkt kaupverð við neitt félag og við höfum ekki heyrt í neinu félagi varðandi Timo Werner. Werner sjálfur ræður næsta skrefi hjá sér, ekki félagið,“ sagði Mintzlaff við Sky í Þýskalandi. 

Hefur Werner skorað 75 mörk í 123 deildarleikjum með Leipzig og 11 mörk í 29 landsleikjum með Þýskalandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert