Leikmenn mega krjúpa á hné

Megan Rapinoe krýpur á hné í landsleik Bandaríkjanna árið 2016.
Megan Rapinoe krýpur á hné í landsleik Bandaríkjanna árið 2016. AFP

Bandaríska knattspyrnusambandið hefur nú gefið leikmönnum þar í landi leyfi til þess að krjúpa á hné þegar þjóðsöngur landsins er spilaður fyrir kappleiki á vegum sambandsins en það er BBC sem greinir frá þessu.

Landsliðskonan Megan Rapinoe var fyrsti knattspyrnumaðurinn til þess að krjúpa á hné þegar þjóðsöngurinn var spilaður árið 2016 til þess að sýna samstöðu með leikstjórnandanum Kolin Kaepernick sem tók upp á athæfinu til þess að mótmæla misrétti í garð þeirra sem eru dökkir á hörund í Bandaríkjunum.

Knattspyrnusambandið bannið athæfið, líkt og forráðamenn NFL-deildarinnar gerðu, en Kaepernick var útskúfaður úr deildinni að lokum. Eftir að George Flyod var myrtur af hvítum lögreglumönnum hefur allt verið á suðupunkti í Bandaríkjunum og hefur fólk þar í landi fengið nóg af misrétti og kynþáttafordómum í Bandaríkjunum.

Bandaríska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þeir tilkynntu að þeir hefðu afnumið regluna um að leikmenn og starfslið þyrfti að standa þegar bandaríski þjóðsöngurinn er spilaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert