Mögnuð frammistaða Skagastráksins

Ísak Bergmann Jóhannesson átti glæsilegan leik.
Ísak Bergmann Jóhannesson átti glæsilegan leik.

Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son, Skagamaður­inn ungi sem leik­ur með Norr­köp­ing, lagði upp tvö af mörk­um liðsins í 4:2-útisigri gegn Öster­sund í sænsku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í gær. Þetta var hans fyrsti byrj­un­arliðsleik­ur með liðinu í deild­inni.

Hinn sautján ára gamli Ísak lagði ekki bara upp mörkin tvö með glæsilegri frammistöðu því hann gaf sjö sendingar sem sköpuðu færi og 92,6 prósent allra sendinga sem hann reyndi heppnuðust. 

Ísak var fyrr á ár­inu val­inn efni­leg­asti leikmaður deild­ar­inn­ar í út­tekt Aft­on­bla­det og virðist hann ætla að standa und­ir því á tíma­bil­inu. 

Strákurinn spilaði einn leik í 1. deild með ÍA áður en hann hélt utan en hann hefur skorað ellefu mörk í 21 leik með yngri landsliðum Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert