Leggur skóna á hilluna

Mario Gomez í leik með Þýskalandi.
Mario Gomez í leik með Þýskalandi. AFP

Mario Gómez hefur lagt skóna á hilluna, 34 ára gamall, en þýski framherjinn spilaði sinn síðasta leik um helgina er hann hjálpaði uppeldisfélaginu Stuttgart að vinna sér sæti í efstu deild.

Gómez varð þýskur meistari þrisvar á ferlinum, með Stuttgart árið 2007 og svo tvisvar með Bayern München en þar varð hann einnig Evrópumeistari. Hann spilaði 78 landsleiki fyrir Þýskaland á árunum 2007 til 2018 og var hluti af landsliðinu sem varð í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku 2010.

Hann spilaði einnig með Fiorentina á Ítalíu og Besiktas í Tyrklandi en vildi enda ferilinn með uppeldisfélaginu. Hann gekk til liðs við Stuttgart fyrir tveimur árum en liðið féll í fyrra. Honum tókst þó að hjálpa félaginu að komast aftur upp í efstu deild.

mbl.is