Liverpool hefur ekki áhuga

Kalidou Koulibaly
Kalidou Koulibaly AFP

Kalidou Kouli­ba­ly, varn­ar­maður ít­alska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Na­poli, hef­ur verið sterk­lega orðaður við ensku úr­vals­deild­ina að und­an­förnu. Þá hafa nýkrýndir Englandsmeistarar Liverpool sagðir vera líklegasti áfangastaður miðvarðarins en samkvæmt heimildum Sky Sports er lítið til í því.

Kouli­ba­ly er samn­ings­bund­inn Na­poli til sum­ars­ins 2023 en ít­alska fé­lagið er til­búið að selja Senegal­ann fyr­ir 90 millj­ón­ir punda í sum­ar sam­kvæmt ít­alska fjöl­miðlin­um Corri­ere dello Sport. Hann hef­ur verið sterk­lega orðaður við Li­verpool und­an­farn­ar vik­ur, en ensk­ir fjöl­miðlar greindu frá því að Jür­gen Klopp vildi fá varn­ar­manninn til þess að spila með Virgil van Dijk í hjarta varn­ar­inn­ar á næstu leiktíð. 

Félagið ætlar sér hins vegar ekki að gera stór kaup á leikmannamarkaðnum í sumar og er það einfaldlega stefna félagsins að eyða ekki meiru en 60 milljónum punda í leikmann sem er orðinn 29 ára gamall. Express sagði frá því í vikunni að Manchester-félögin, City og United, myndu berjast um undirskrift Senegalans í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert