Goðsögn snýr aftur til Juventus

Andrea Pirlo lék síðustu ár ferilsins með New York FC …
Andrea Pirlo lék síðustu ár ferilsins með New York FC í Bandaríkjunum. AFP

Ítalski knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Andrea Pirlo hefur gert samning við Juventus og mun hann stýra U23 ára liði félagsins. Pirlo lagði skóna á hilluna árið 2017 eftir magnaðan feril. 

Lék Pirlo með Juventus frá 2011 til 2015 en þar á undan lék hann með AC Milan í áratug. Þá lét Pirlo 116 landsleiki fyrir Ítalíu og skoraði í þeim 13 mörk. Var hann lykilmaður í ítalska liðinu sem varð heimsmeistari árið 2006. 

Síðustu ár hefur Pirlo öðlast þjálfararéttindi frá FIFA. Hefur hann þegar hafnað nokkrum tilboðum að sögn blaðamannsins Zeke Tell. 

mbl.is