Landsliðsmaðurinn áfram í umspilinu

Emil Hallfreðsson komst áfram í kvöld.
Emil Hallfreðsson komst áfram í kvöld. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Emil Hallfreðsson og samherjar hans hjá Padova eru komnir í 2. umferð í umspili í ítölsku C-deildinni í fótbolta eftir 0:0-jafntefli við Sambenedettese á heimavelli í dag. Lék Emil allan leikinn á miðjunni. 

Í umspilinu fer það lið sem endaði ofar í deildinni áfram, fari svo að leikir endi með jafntefli. Endaði Padova í sjötta sæti deildarinnar með 44 stig og Sambenedettese í ellefta sæti með 33 stig. 

Padova mætir Feralpisaló í 2. umferð á sunnudag, en liðið endaði með 44 stig eins og Padova. Var Feralpisaló með betri markatölu og endaði því í fimmta sæti deildarinnar. 

mbl.is