Markaveisla í fyrsta leik

Gunnhildur fagnar með samherjum sínum í kvöld.
Gunnhildur fagnar með samherjum sínum í kvöld. Ljósmynd/Utah Royals

Houston Dash og Utah Royals buðu upp á markaveislu er liðin mættust í 1. umferð Áskorendabikars NWSL, bandarísku atvinnumannadeildarinnar í fótbolta, í kvöld. Urðu lokatölur 3:3. 

Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn með Utah, en leikið var á Zion Bank-vellinum í Herriman í Utah. 

Er Gunnhildur á sínu þriðja ári með Utah, en hún kom til félagsins árið 2018 frá Vålerenga í Noregi. Hefur hún alls leikið 48 með liðinu og skorað í þeim tvö mörk. 

mbl.is