Rekinn eftir níu mánuði í starfi

Albert Celades er atvinnulaus.
Albert Celades er atvinnulaus. AFP

Spænska knattspyrnufélagið Valencia hefur rekið stjórann Albert Celades, níu mánuðum eftir að hann tók við liðinu. Voro Gonzalez stýrir Valencia út leiktíðina. 

Er Celades sjötti stjórinn sem fær reisupassann eftir að Peter Lim keypti félagið árið 2014. Þá hefur Cesar Sánchez, yfirmaður íþróttamála, sagt af sér en hann er ósáttur við að Celades hafi verið vikið frá störfum. 

Valencia er í áttunda sæti spænsku 1. deildarinnar. Er liðið búið að tapa þremur af síðustu fjórum leikjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert