Skagastrákurinn í liði umferðarinnar

Ísak Bergmann Jóhannesson fagnar marki gegn Portúgal í leik með …
Ísak Bergmann Jóhannesson fagnar marki gegn Portúgal í leik með U17 ára landsliðinu.

Hinn 17 ára gamli Skagamaður Ísak Bergmann Jóhannesson er í liði umferðarinnar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

Ísak var í fyrsta skipti í byrjunarliði Norrköping er liðið vann 4:2-sigur á Östersund á laugardag. Lagði hann upp tvö mörk og er verðlaunað með sæti í úrvalsliðinu. 

Ísak var aðeins sextán ára þegar hann spilaði sína fyrstu leiki með Norrköping, en hann lék einn leik með ÍA í 1. deild áður en hann hélt til Svíþjóðar. Hefur hann skorað ell­efu mörk í 21 leik með yngri landsliðum Íslands.

mbl.is