Þrumufleygur hjá Ronaldo

Cristiano Ronaldo skorar glæsilegt mark í kvöld.
Cristiano Ronaldo skorar glæsilegt mark í kvöld. AFP

Gott gengi Juventus í ítölsku A-deildinni í fótbolta hélt áfram í kvöld er liðið lagði Genoa að velli, 3:1, á útivelli. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Paulo Dybala Juventus í 1:0 á 50. mínútu og aðeins sex mínútum síðar skoraði Cristiano Ronaldo stórglæsilegt mark úr langskoti og tvöfaldaði forskot Juventus. Douglas Costa gulltryggði 3:0-sigur með marki á 73. mínútu. 

Lazio er enn fjórum stigum á eftir Juventus en liðið vann 2:1-útisigur á Torino í dag. Andrea Belotti kom Lazio yfir á 5. mínútu en Cirro Immobile og Marco Parolo skoruðu fyrir Lazio í seinni hálfleik. 

Juventus er með 72 stig á toppnum og Lazio í öðru sæti með 68 stig. Inter Mílanó kemur þar á eftir með 61 stig. 

mbl.is