Fékk landsliðsmaður kórónuveiruna?

Kolbeinn Sigþórsson var veikur í vor.
Kolbeinn Sigþórsson var veikur í vor. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í fótbolta, segir mögulegt að hann hafi fengið kórónuveiruna í vor. Kolbeinn var lengi frá vegna veikinda, en hann hefur enn ekki fengið staðfest hvers konar veikindi hann glímdi við. 

„Ég var veikur í 1-2 mánuði og kannski var það kórónuveiran, ég er ekki viss,“ sagði Kolbeinn við Aftonblated í Svíþjóð. „Ég missti bæði bragð- og lyktarskyn í langan tíma en ég er orðinn góður,“ sagði Kolbeinn. 

Framherjinn hefur leikið fjóra deildarleiki á tímabilinu til þessa, einn frá byrjun, en hann á enn eftir að skora fyrsta markið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert