Frá Real Madríd til Inter Mílanó

Achraf Hakimi er orðinn leikmaður Inter.
Achraf Hakimi er orðinn leikmaður Inter. AFP

Hægri bakvörður­inn Achraf Hakimi er orðinn leikmaður ítalska knattspyrnufélagsins In­ter Mílanó en fé­lagið greiddi 40 millj­ón­ir evra fyr­ir leik­mann­inn sem kem­ur frá spænska stórliðinu Real Madríd. Hakimi gerir fimm ára samning við Inter. 

Hakimi lék sautján leiki með Real Madríd áður en hann var lánaður til Dortmund í tvö tímabil. Hefur hann slegið í gegn hjá þýska liðinu og vakið athygli margra stórliða, en hann kaus að lokum að fara til Inter. 

Marokkóinn lék 73 leiki með Dortmund í öllum keppnum og skoraði í þeim tólf mörk. Þá hefur hann leikið 28 landsleiki fyrir þjóð sína og skorað í þeim tvö mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert