Real tók stórt skref í átt að titlinum

Sergio Ramos fagnar sigurmarkinu.
Sergio Ramos fagnar sigurmarkinu. AFP

Real Madrid er í afar góðri stöðu á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir 1:0-sigur á Getafe á heimavelli í 33. umferðinni í kvöld. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði fyrirliðinn Sergio Ramos sigurmarkið úr vítaspyrnu á 79. mínútu og þar við sat. 

Real hefur unnið alla sex leiki sína eftir kórónuveirufrí á meðan Barcelona hefur unnið þrjá leiki og gert þrjú jafntefli. Real er með 74 stig og Barcelona 70 stig, þegar fimm umferðir eru eftir. 

mbl.is