Skagamaðurinn ungi margra milljarða virði

Ísak Bergmann sló í gegn í fyrsta byrjunarliðsleiknum.
Ísak Bergmann sló í gegn í fyrsta byrjunarliðsleiknum. Ljósmynd/Nörrköping

Knattspyrnumaðurinn ungi Ísak Bergmann Jóhannesson heillaði marga með frammistöðu sinni er hann var í byrjunarliði Norrköping í fyrsta skipti í 4:2-sigri á Östersund síðastliðinn laugardag í sænsku úrvalsdeildinni. Ísak þakkaði traustið og lagði upp tvö mörk og var valinn í lið umferðarinnar. 

„Ísak lítur kannski út eins og barn, enda nýorðinn 17 ára, en hann spilar fótbolta eins og fullorðinn leikmaður,“ skrifar Robert Laul á Aftonbladet um Ísak. 

„Hann hefur einstaka hæfileika og í framtíðinni munum við líta á það sem heiður að hafa fengið að fylgjast með honum í sænsku deildinni í stuttan tíma. Hann verður margra milljarða virði og ég á ekki von á að hann verði lengi hjá Norrköping,“ skrifar Laul enn fremur. 

Ísak var aðeins sex­tán ára þegar hann spilaði sína fyrstu leiki með Norr­köp­ing, en hann lék einn leik með ÍA í 1. deild áður en hann hélt til Svíþjóðar. Hef­ur hann skorað ell­efu mörk í 21 leik með yngri landsliðum Íslands. 

Er hann sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumanns og núverandi þjálfara ÍA. 

mbl.is