Staðfesta komu Þjóðverjans

Leroy Sané skrifaði undir fimm ára samning við Þýskalandsmeistarana.
Leroy Sané skrifaði undir fimm ára samning við Þýskalandsmeistarana. Ljósmynd/Bayern München

Þýskalandsmeistarar Bayern München í knattspyrnu hafa staðfest komu sóknarmannsins Leroy Sané til félagsins á heimasíðu sinni. Félagaskiptin hafa legið lengi í loftinu en Sané hefur verið sterkarlega orðaður við Bæjara í allan vetur.

Sané skrifar undir fimm ára samning við Bayern sem gildir til ársins 2025 en hann kemur til félagsins frá Manchester City. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en það er talið vera í kringum 55 milljónir punda.

Sané hefur leikið með City frá 2016 en hann er 24 ára gamall. Hann vildi ekki skrifa undir nýjan samning við félagið og því ákvað að City að selja hann núna í stað þess að missa sóknarmanninn frítt næsta sumar.

Sané varð tvívegis Englandsmeistari með City á tíma sínum á Englandi og þá var hann valinn bestu ungi leikmaður deildarinnar, tímabilið 2017-18. Þá varð hann bikarmeistari með City árið 2019 og deildabikarmeistari 2018 og 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert