Zlatan gæti orðið liðsfélagi Arons

Zlatan gæti spilað síðustu leikina á ferlinum í heimalandinu.
Zlatan gæti spilað síðustu leikina á ferlinum í heimalandinu. AFP

Samningur Zlatans Ibrahimovic við ítalska stórliðið AC Milan rennur út eftir tímabilið og er ljóst að samningurinn verður ekki endurnýjaður. 

Sky á Ítalíu greinir frá því að Zlatan gæti lokið ferlinum með Hammarby í heimalandinu en sóknarmaðurinn keypti 25 prósent í félaginu fyrr á árinu.

Zlatan hefur skorað fjögur mörk í ellefu leikjum í Mílan síðan hann kom til félagsins frá LA Galaxy í Bandaríkjunum. Hefur hann átt magnaðan feril og unnið 32 titla með félagsliðum og skorað yfir 500 mörk í leiðinni. 

Aron Jóhannsson leikur með Hammarby, en hann kom til félagsins frá Werder Bremen í Þýskalandi á síðasta ári. Aron hefur leikið tólf deildarleiki með Hammarby og enn ekki skorað mark. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert