Sigurmark Glódísar í Íslendingaslagnum

Glódís Perla Viggósdóttir skoraði sigurmarkið í dag.
Glódís Perla Viggósdóttir skoraði sigurmarkið í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Glódís Perla Viggósdóttir landsliðskona í knattspyrnu tryggði Rosengård útisigur á Kristianstad, 1:0, í viðureign Íslendingaliðanna í Suður-Svíþjóð í úrvalsdeidlinni þar í landi í dag.

Glódís skoraði markið eftir hornspyrnu á 43. mínútu leiksins en hún lék að vanda allan leikinn í vörn Rosengård.

Svava Rós Guðmundsdóttir lék síðari hálfleikinn með Kristianstad, undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur.

Rosengård hefur þar með unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu en Kristianstad hinsvegar tapað sínum fyrstu tveimur leikjum.

mbl.is