Klopp segir City og Bayern líklegust

Jürgen Klopp
Jürgen Klopp AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur mikla trú á Manchester City og Bayern München í Meistaradeild Evrópu í ár, en keppnin verður leikin í Portúgal í næsta mánuði. 

Liverpool er úr leik í keppninni eftir tap gegn Atlético Madríd, skömmu áður öllum leikjum keppninnar var frestað vegna kórónuveirunnar.

Fer Meistaradeildin fram með nýju sniði í ágúst þar sem liðin mætast aðeins einu sinni í átta liða úrslitum og undanúrslitum í staðinn fyrir tvisvar eins og venja er. 

„Bayern og City eru líklegust og það yrði áhugavert ef þú myndu mætast. Bayern hefur gert vel síðan Hansi Flick tók við og það verður áhugavert að sjá, hvort sem þau mætast í undanúrslitum eða í úrslitaleiknum sjálfum,“ sagði Klopp við Daily Mail. 

mbl.is