Lygilegur árangur Íslendingaliðsins

Mikael Anderson lék allan leikinn með toppliðinu.
Mikael Anderson lék allan leikinn með toppliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Topplið Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta hafði betur gegn Nordsjælland á útivelli í dag, 1:0. Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson lék allan leikinn með Mitdjylland. 

Árangur Midtjylland á útivelli í deildinni á tímabilinu hefur verið með ólíkindum en liðið hefur leikið sextán útileiki, unnið fimmtán og gert eitt jafntefli. Hefur liðið alls fengið 46 stig á útivelli, nítján stigum meira en næsta lið. 

Midtjylland er aðeins með fimmta besta árangur allra á heimavelli en þar hefur liðið fengið 25 stig úr sextán leikjum. Er Midtjylland  með 75 stig, fjórtán stigum meira en FC Kaupmannahöfn sem er í öðru sæti. 

Mikael hefur leikið 26 leiki á tímabilinu, þar af sautján í byrjunarliði, og skorað í þeim fjögur mörk. 

mbl.is