Real með sjö stiga forystu á Barcelona

Sergio Ramos fagnar sigurmarkinu.
Sergio Ramos fagnar sigurmarkinu. AFP

Real Madrid er komið með sjö stiga forystu á Barcelona í toppbaráttunni í spænsku 1. deildinni í fótbolta eftir 1:0-útisigur á Athletic Bilbao í dag. 

Fyrirliðinn Sergio Ramos skoraði sigurmarkið úr víti á 73. mínútu eftir að brotið var á Marcelo innan teigs. Hefur Ramos skorað fimm mörk í sjö leikjum síðan deildin fór af stað á ný eftir kórónuveirufrí og tíu mörk alls á tímabilinu, tveimur meira en Antoine Griezmann sóknarmaður Barcelona. 

Real er nú með 77 stig og Barcelona 70. Börsungar mæta Villarreal á útivelli klukkan 20 og getur liðið minnkað forskotið á toppnum niður í fjögur stig á ný þegar fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni. 

mbl.is