Suárez í sögubækur Barcelona

Luis Suárez fagnar marki sínu í kvöld ásamt Antoine Griezmann …
Luis Suárez fagnar marki sínu í kvöld ásamt Antoine Griezmann og Lionel Messi. AFP

Úrúgvæski framherjinn Luis Suárez var á skotskónum fyrir Barcelona þegar lipið heimsótti Villarreal í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu á Cerámica-völlinn í Villarreal í kvöld. Leiknum lauk með 4:1-sigri Barcelona en Suárez skoraði annað mark Barcelona í stöðunni 1:1.

Þetta var mark númer 194 hjá framherjanum og er hann nú þriðji markahæsti leikmaður í sögu félagsins, ásamt Ungverjanum László Kubala, sem lék með Barcelona á árunum 1950 til ársins 1961.

Þá voru þeir Antoine Griezmann og Ansu Fati einnig á skotskónum fyrir Barcelona en Lionel Messi, sem skoraði sitt 700. mark fyrir Barcelona á dögunum, brenndi af vítaspyrnu í leiknum á 69. mínútu.

Sigur Barcelona var lífsnauðsynlegur en liðið er nú með 73 stig, fjórum stigum minna en topplið Real Madrid, þegar fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu. 

mbl.is